Strč prst skrz krk

2007-10-7

Farsumagru

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 22:03

Rákumst á þennan rétt einhvern tímann í vor. Þetta er sikileyskur réttur, kálfakjötsrúlla fyllt með eggjum, skinku, beikoni, osti og fleira góðgæti. Okkur fannst hann svo spennandi að við urðum að prófa. Buðum fólki í mat núna um helgina og hentum okkur í djúpu laugina.

Hér er svo smá myndasería af farsumagrugerðinni.

Kálfakjötið flatt út

Fyllingin að taka á sig mynd

Fyllingin tilbúin

Rúllan tilbúin til matreiðslu

Farsumagru � allri sinni dýrð.

Þetta er alveg smá vesen en gaman að hafa prófað þetta. Það flottasta við þennan rétt er þegar sneiðarnar eru skornar þá eru egg í miðjunni umkringd af hinu gúmmulaðinu, eins og sjá má hérna:

Rúllan skorin

11 athugasemdir »

 1. Ekki bara fallegt heldur og/of gott.
  Mmmmmmmmmmmmmmmmmmm 🙂
  Þúsund þakkir.
  And then some.

  Athugasemd af Imba — 2007-10-8 @ 09:34 | Svara

 2. já, þetta var ekki vont, hreint ekki vont 😀

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-10-8 @ 09:45 | Svara

 3. Svakalega eruð þið flink! Ég er alveg yfir mig impóneruð.

  Athugasemd af Harpa J — 2007-10-8 @ 10:11 | Svara

 4. Þetta var semsagt kjötfarsúmagrú.

  Athugasemd af Þorbjörn — 2007-10-8 @ 10:17 | Svara

 5. haha, jámm.

  (reynir að sjá fyrir sér fiskfarsúmagrú)

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-10-8 @ 12:10 | Svara

 6. Heyrðu, þetta er algjört gúmmulaði á að horfa. Er kjötið í sneiðum? Fæst „útflatt“ kálfakjöt… ?

  Athugasemd af Guðlaug Hestnes — 2007-10-8 @ 14:53 | Svara

 7. Harpa, takk, takk.
  Guðlaug, við keyptum kálfafilet, sem var síðan skorinn svona T-skurður í þannig að var hægt að fletta í sundur stykkinu. Síðan hamaðist ég aðeins á þessu með kjöthamrinum. Veitti reyndar ekki af þótt þetta líti út fyrir að vera stórt á myndunum.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-10-8 @ 19:36 | Svara

 8. Þetta er ansi vígaleg rúlla. Drukkuð þið sikileyskt með?

  Athugasemd af Arnar — 2007-10-10 @ 22:58 | Svara

 9. Reyndar ekki. Drukkum Casal di Serra, bæði þetta venjulega og svo vecchie vigne. Passaði bara nokkuð vel með.
  Ef ég geri þetta aftur þá myndi ég fá mér svona net eins og er sett til dæmis utan um Bayonne skinku eða London lamb. Held að það myndi auðvelda rúllugerðina talsvert. Myndi líka örugglega bæta útlitið á réttinum. Var svona smá amatörabragur á hvernig ég reyrði hana saman.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-10-11 @ 23:40 | Svara

 10. […] Filed under: Blogg — Jón Lárus @ 20:58 Það var einhver ítali sem var að leita að farsumagru á images.google.it sem rakst inn á síðuna mína fyrir nokkrum dögum. Veit ekki hvernig honum […]

  Bakvísun af images.google.it « Strč prst skrz krk — 2007-12-13 @ 20:58 | Svara

 11. […] undir: Uncategorized — Jón Lárus @ 23:57 Fyrir rétt rúmu ári skrifaði ég færslu um farsumagru(sikileyskur kjötréttur), sem við höfðum haft í matarboði. Síðan þá koma jafnaðarlega […]

  Bakvísun af Farsumagrurugl « Strč prst skrz krk — 2008-11-20 @ 00:09 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: