Strč prst skrz krk

2007-10-17

Garmin raunir

Filed under: Græjur — Jón Lárus @ 23:32

Garmin hlaupagræjan mín er fín. Ég er búinn að nota hana villt og galið í þessi ca. tvö ár sem ég hef átt hana. Hins vegar er hugbúnaðarstuðningurinn þegar búið er að tappa gögnunum af tækinu alveg glataður.

Fór í það um síðustu helgi að færa nokkra hlaupa og hjólahringi inn á Google maps. Hafði gert það einu sinni áður fyrir nokkrum mánuðum. Það er alveg ótrúlegt vesen því Garmin skilar bara frá sér gögnum á einu sniði (garmin xml). Ég var náttúrlega búinn að steingleyma hvernig ætti að fara að þessu. Og það tók smá tíma að rifja það allt saman upp. Það sem ég þurfti að gera var eftirfarandi:

1) Flytja gögnin út úr Garmin á xml sniði. Öll hlaup frá upphafi í einu xml skjali.
2) Fara í GPSVisualizer (www.gpsvisualizer.com/forerunner/split). Þar er hægt að hlaða inn xml skjalinu og fá til baka zip skrá þar sem búið er að skipta hlaupunum upp.
3) Afþjappa zip skrá og finna hlaupin, sem ég hafði áhuga á.
4) Fara í GPSBabel (hugbúnaður til að varpa milli GPS skráasniða) og varpa xml skránum, sem ég vildi sjá á Google maps yfir á kml snið, sem Google notar.
5) Lesa skrárnar inn í Google maps.

Þannig að ef ég gleymi þessu aftur er ég kominn með notkunarleiðbeiningar hér.

2 athugasemdir »

  1. óttalegt vesen, samt.

    Athugasemd af hildigunnur — 2007-10-18 @ 12:38 | Svara

  2. Púff, já. Alveg fáránlegt að vera með forrit í þessum GPS geira, sem skilar ekki frá sér skrám á sniði sem Google maps getur lesið.

    Maður bara hristir hausinn.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2007-10-18 @ 18:52 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: