Strč prst skrz krk

2007-10-17

Rennuraunir

Filed under: Húsið — Jón Lárus @ 23:20

Það gerðist einhvern tímann í september að ein rennan á húsinu okkar stíflaðist. Niðurfallið var beint fyrir utan eldhúsgluggann okkar. Í rigningunum undanfarið þá var bókstaflega foss fyrir utan hjá okkur.

Um seinustu helgi þá mannaði ég mig upp í að reyna að leysa vandamálið. Dró fram stiga, stíflugorm og vatnsslöngu.

Rennuhreinsun

Ég byrjaði á að reyna að losa stífluna með gorminum en þá reyndist hann of stuttur. Þá potaði ég slöngunni ofan í rennuna og reyndi að losa stífluna þannig. Það kom alls konar drulla upp meðal annars fjöldinn allur af sígarettustubbum (sem er undarlegt miðað við að í risinu hefur ekki verið reykt í á fjórða ár) en ekki losnaði stíflan. Þá var þrautaráðið að taka rennuna í sundur. Þegar ég var búinn að því þá kom í ljós þvílík drullustífla þar sem rennan beygir fyrir horn (sést reyndar ekki á myndinni). Góð botnfylli í skúringafötu.

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: