Strč prst skrz krk

2007-10-19

Dyslexían

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 23:48

Var á textavarpinu áðan. Þar var frétt um að steralager hefði verið upprættur í austurbænum. …Lögreglan fann umtalsvert magn af sterum…einn maður handtekinn… Svo las ég áfram: Lögreglan hefur ekki enn náð að selja allar steratöflurnar…

Útsvarið

Filed under: Dægradvöl,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 21:46

Gerðumst áhorfendur að beinni útsendingu í sjónvarpinu áðan. Þorbjörn mágur keppir fyrir hönd Fljótsdalshéraðs, sem öttu kappi við Álftnesinga. Ég hafði ekki séð neinn af þessum þáttum áður og bjóst svosem ekki við neinu. En svo reyndist þetta bara bráðskemmtilegt. Þorbjörn fór á kostum í leikatriðinu. Ekki spillti svo fyrir að liðið hans vann.

Finnur tók smá skorpu í útsendingunni. Nánari lýsing hjá Hildigunni á eftir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.