Strč prst skrz krk

2007-10-23

Slagsíðan

Filed under: Nám,Ruglið — Jón Lárus @ 21:14

Ég verð að viðurkenna að ég varð hissa yfir fréttinni sem birtist í gær um fjölda þeirra sem útskrifuðust með háskólapróf.  Konur eru rúmlega 2/3 af þeim sem útskrifast en karlar innan við 1/3.
Hvernig getur staðið á þessu? Það getur hvorki verið eðlilegt né æskilegt að svona mikil slagsíða sé á kynjahlutföllum, bara á sama hátt og ef slagsíðan væri á hinn veginn.  Þetta er þeim mun einkennilegra þegar tölur þeirra sem útskrifast með framhaldsskólapróf er skoðað.  Þar eru kynjahlutföllin nánast jöfn (52% konur, 48% karlar).

Ég bara skil ekki hvað gerist þarna á milli. Er þetta vegna þess að fleiri strákar fari í iðnnám og taki ekki framhaldsnám eftir það? Fara fleiri karlar í framhaldsnám í útlöndum án þess að klára háskólanám hér fyrst (væntanlega ekki algengt)? Hvernig ætli sé með kynjahlutfallið við byrjun háskólanáms ætli það sé svipað og við lok þess? Og ef fleiri karlar hætta námi án þess að klára gráðu þá væri fróðlegt að vita hver ástæðan fyrir því væri.

Mér finnst þessar upplýsingar vekja fjöldann allan af spurningum og þess vegna er ég hissa á því hvað lítið hefur verið fjallað um þær í fjölmiðlum.

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: