Strč prst skrz krk

2007-10-29

Haustlaukarnir

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 23:13

Potaði svo niður niður nokkrum túlípanalaukum í gær, sem við keyptum fyrir nokkru en vorum ekki búin að koma í verk að setja í mold. Ekki kannski beinlínis æskilegustu aðstæður. Héla yfir öllu og hitastigið örugglega um frostmark. Verður bara að koma í ljós hvernig þetta kemur út.

Rogan josh

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 21:55

Við ætluðum að prófa indverska réttinn rogan josh í gær. Ég byrjaði að vesenast, að ég hélt nokkuð tímanlega, vitandi það að þetta þyrfti að malla í 1 til 1 1/2 tíma. Höfðum keypt lambaleggi og ég var smá stund að úrbeina þá og skera kjötið í gúllasbita, saxa laukinn og hvítlaukinn og kreista sítrónusafa. Var síðan búinn að tína flest allt annað til, sem í réttinn átti að fara. Las síðan næsta skref í uppskriftinni: Blanda saman sítrónusafa, jógúrti og einhverjum kryddum. Setja kjötið útí og láta marínerast yfir nótt.

Endaði í BK kjúklingum og keypti fjölskyldupakka.

Hélt síðan áfram þar sem frá var horfið með matseldina á rogan joshinu í kvöld. Fínn réttur. Mjög bragðmildur og góður. Hendum þessu kannski inn á brallið við tækifæri.

Hildigunnur

Filed under: Veikindi — Jón Lárus @ 18:49

er búin að næla sér í einhverja andstyggilega pest. Hún byrjaði að finna fyrir þessu þegar við vorum úti í Viðey með bekknum hans Finns í gær. Lá fyrir í allan gærdag eftir að við komum heim og er búin að liggja í allan dag. Hún mældi sig svo áðan og reyndist vera með 39,5°! Þokkalegt eða hitt þó heldur!

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.