Strč prst skrz krk

2007-11-3

Fífa

Filed under: Fjölskyldan,Tónlistarnám — Jón Lárus @ 23:48

er búin að vera á kafi í óperuverkefni (Die Verschworenen eftir Schubert) núna í tvær vikur í tónlistarskólanum.  Síðustu viku hafa verið æfingar á hverjum einasta degi á .  Librettóið víst í svipuðum dúr og í Lýsiströtu. Smávegis togað og teygt víst, samt.

Núna eru búnar 2 sýningar af 4 á .  Ég og Freyja förum á morgun (Hildigunnur því miður ekki nógu frísk til að koma með á morgun, nær vonandi síðustu sýningu á þriðjudag).  Verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.

Þorpsfíflið

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 16:13

Horfði á Kurt Wallander mynd í sjónvarpinu í gær, sem hét þetta.   Ágætis tilbreyting frá öllu þessu bandaríska dóti.  Var dálítið fyndið hvernig myndin var kynnt af þulunni:  Nú verður sýnd mynd um Kört Wallander…

Lungnabólga

Filed under: Fjölskyldan,Veikindi — Jón Lárus @ 16:00

Hildigunnur er búin að vera veik núna í næstum því viku.  Var með háan hita fyrst og síðan ofboðslega ljótan hósta.  Hitinn hefur farið lækkandi en hóstinn hefur ekkert lagast.  Hún dreif sig því til læknis núna í morgun og þá kom í ljós að hún var með lungnabólgu.

Sett á SEM mixtúru, sem er kódein kylfa og þrumusterkt Augmentín.  Vonandi að hún fari nú að skríða saman.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.