Strč prst skrz krk

2007-11-7

Svei mér þá

Filed under: Undrun — Jón Lárus @ 22:00

ef bílastæðamálin hér í nágrenninu fara ekki bara versnandi. Er að verða æ algengara að sé röð af bílum uppi á gangstétt á kvöldin. Um síðustu helgi var langur laugardagur. Ég neyddist til að hreyfa bílinn milli 2 og 3. Þegar ég kom til baka var hvergi stæði að fá. Endaði á að leggja upp við Hallgrímskirkju. Einn sá ég sem hafði lagt á Týsgötunni bara á götunni! Þetta ástand er farið að minna á Þorláksmessu eða Menningarnótt.

Lítill brandarakarl

Filed under: Fjölskyldan,Nám — Jón Lárus @ 21:02

Við Finnur erum að gera aukastærðfræðina sem við gerum alltaf (eða næstum alltaf á miðvikudögum). Allavega, ég bjó til 80 dæmi fyrir hann. 3 sinnum, 4 sinnum og 5 sinnum taflan komu mikið við sögu. Hann var búinn að gera nokkur dæmi sem ég fór síðan yfir. Hann hafði ruglast á 4*6 og fengið út 22. Ég spurði hann hvort hann væri alveg viss um hvort það væri rétt. Eftir smá umhugsun breytti hann því í 24. Og sagði síðan: Pabbi, geturðu búið til annað svona 4*6 dæmi. Ég gerði það. Þegar hann var búinn með næsta skammt þá var búið að leysa 4*6 dæmið með 22+2. Þegar ég sá þetta þá sprakk hann úr hlátri, fannst þetta alveg ótrúlega fyndið.

Bloggaðu hjá WordPress.com.