Strč prst skrz krk

2007-11-13

Spennandi

Filed under: Stjórnmál — Jón Lárus @ 22:50

Kosningar í Danmörku. Lítur út fyrir að sitjandi stjórn haldi ekki meirihluta án aðstoðar Ny Alliance (flokkurinn sem Khader stofnaði til höfuðs Danska þjóðarflokknum). Spurning hversu mikill áhugi er á því hjá honum. Væri nú frekar dapurt ef hann færi að hlaupa í fangið á erkióvininum.

Vonandi að Danir fái nú frí frá Anders Fogh og því sem hann stendur fyrir. Þeir eiga það svo sannarlega skilið.

990 km

Filed under: Hjólreiðar,Vinnan — Jón Lárus @ 21:56

Eftir daginn í dag er ég búinn að hjóla alls 990 km í vinnuna á þessu ári. Eða samtals 18 vikur. 1000 km múrinn ætti að falla í vikunni nema fari að frysta, sem lítur ekki út fyrir. Búinn að standa mig mun betur heldur en í fyrra. Þá náði ég 12 heilum vikum.

Tók svo hjólið í allsherjar klössun um helgina, smurði það allt og bætti vindi í dekkin. Munar ótrúlega miklu. Þetta er eins og nýtt hjól á eftir. Líka furðulega mikill munur á ferðinni sem ég náði í dag úr og í vinnu. Munar sennilega 2-3 mínútum á ekki lengri leið.

Það hefur greinilega verið farinn að minnka þrýstingur í dekkjunum án þess að ég tæki eftir því. Ég skildi líka ekkert orðið í því hvað ég komst lítið áfram þó ég puðaði og puðaði. Hélt bara að þetta væri aldurinn.

Bloggaðu hjá WordPress.com.