Kosningar í Danmörku. Lítur út fyrir að sitjandi stjórn haldi ekki meirihluta án aðstoðar Ny Alliance (flokkurinn sem Khader stofnaði til höfuðs Danska þjóðarflokknum). Spurning hversu mikill áhugi er á því hjá honum. Væri nú frekar dapurt ef hann færi að hlaupa í fangið á erkióvininum.
Vonandi að Danir fái nú frí frá Anders Fogh og því sem hann stendur fyrir. Þeir eiga það svo sannarlega skilið.