Strč prst skrz krk

2007-11-13

990 km

Filed under: Hjólreiðar,Vinnan — Jón Lárus @ 21:56

Eftir daginn í dag er ég búinn að hjóla alls 990 km í vinnuna á þessu ári. Eða samtals 18 vikur. 1000 km múrinn ætti að falla í vikunni nema fari að frysta, sem lítur ekki út fyrir. Búinn að standa mig mun betur heldur en í fyrra. Þá náði ég 12 heilum vikum.

Tók svo hjólið í allsherjar klössun um helgina, smurði það allt og bætti vindi í dekkin. Munar ótrúlega miklu. Þetta er eins og nýtt hjól á eftir. Líka furðulega mikill munur á ferðinni sem ég náði í dag úr og í vinnu. Munar sennilega 2-3 mínútum á ekki lengri leið.

Það hefur greinilega verið farinn að minnka þrýstingur í dekkjunum án þess að ég tæki eftir því. Ég skildi líka ekkert orðið í því hvað ég komst lítið áfram þó ég puðaði og puðaði. Hélt bara að þetta væri aldurinn.

4 athugasemdir »

 1. hahah, gamli kallinn minn 😀

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-11-13 @ 22:42 | Svara

 2. 😉

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-11-13 @ 22:53 | Svara

 3. Þú berð aldurinn vel, ég meina þú ert mjög sprækur í boltanum og svona. En það dugði þér og þínu liði ekki til sigurs þarna síðast reyndar. Þrátt fyrir að vera komin 8 mörkum yfir og allt það.

  Athugasemd af Jón Heiðar — 2007-11-14 @ 18:18 | Svara

 4. Grrr. Það var náttúrlega alveg fáránlegt að missa þetta svona niður. Gerist ekki aftur.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-11-14 @ 20:13 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: