Strč prst skrz krk

2007-11-21

Montblogg

Filed under: Boltinn — Jón Lárus @ 23:16

Skoraði í boltanum í gær flottasta mark sem ég hef skorað í fleiri ár held ég bara. Náttúrlega algjör grís en markið ekkert minna flott fyrir það. Fékk þvílíka draumasendingu frá okkar marki náði að stinga mér inn fyrir varnarmann og reka stórutá í boltann á lofti. Steinlá inni.

Skoraði svo seinna í sama leik alveg fáránlegt mark með því að reka bæði hnén í boltann. Þetta dugði nú samt ekki til að mitt lið næði að vinna leikinn. Get samt huggað mig við markið.

Væl, væl, væl

Filed under: Íþróttir — Jón Lárus @ 23:10

Get alveg ímyndað mér hljóðið í vinnufélögum mínum (sem flestir eru forfallnir fótboltaáhugamenn) á morgun eftir að Englendingar komust ekki áfram í Evrópukeppninni.

Ég hoppaði hins vegar í stólnum þegar ég sá að Króatarnir hefðu unnið. Vildi miklu frekar sjá Rússana komast áfram. Fífa skildi hins vegar ekkert í þessum látum í pabba sínum.

Hvar er Björg?

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 18:43

Síðdegis á laugardaginn var bankað upp á hjá okkur niðri. Ég fór til dyra. Fyrir utan stóð maður, sem var hálf vandræðalegur. Sagði: „Ég veit nú ekkert hvort ég er á réttum stað. En ég er að leita að Björgu vinkonu hennar Evu. Ég veit því miður ekki meira.“  Ég sagði honum að engin Björg byggi í húsinu og það sem meira væri að engin slík hefði búið í því síðastliðin tólf og hálft ár, að minnsta kosti.  Bætti því síðan við að það sama gilti um Evu.  Maðurinn virtist nú ekki alveg ánægður með þessi svör og spurði hvort ég væri alveg viss um þetta.  Já, ég var alveg viss.  Þá kvaddi hann og fór.

Um klukkan hálf ellefu á sunnudagskvöldið var aftur bankað. Sami maður stóð fyrir utan. Greinilega aðeins búinn að uppfæra hjá sér upplýsingarnar, spurði: „Ég hef komið hérna áður er það ekki? Ég er að leita að Björgu Sveinbjarnardóttur (minnir að hann hafi sagt það), getur verið að hún búi hér?“ Eins og áður þá þvertók ég fyrir það að hér byggi nein Björg. Eins og áður virtist hann ekki alveg ánægður með þetta svar en sagði síðan eitthvað á þá leið að fyrst ég segði það þá yrði hann að trúa mér.

Nú bíð ég bara eftir að hann birtist í þriðja skiptið. Verður spennandi að sjá hvaða upplýsingar hann verður búinn að grafa upp um hana Björgu…

Bloggaðu hjá WordPress.com.