Skoraði í boltanum í gær flottasta mark sem ég hef skorað í fleiri ár held ég bara. Náttúrlega algjör grís en markið ekkert minna flott fyrir það. Fékk þvílíka draumasendingu frá okkar marki náði að stinga mér inn fyrir varnarmann og reka stórutá í boltann á lofti. Steinlá inni.
Skoraði svo seinna í sama leik alveg fáránlegt mark með því að reka bæði hnén í boltann. Þetta dugði nú samt ekki til að mitt lið næði að vinna leikinn. Get samt huggað mig við markið.
Færðu inn athugasemd