Strč prst skrz krk

2007-11-23

Binni er bestur

Filed under: Fjölskyldan,Ruglið — Jón Lárus @ 00:36

Við Fífa sáum eitt svona bjarga deginum atriði áðan. Þetta var búinn að vera svona vinna, versla, æfinga og skutl dagur dauðans.

Allavega ég sótti stelpurnar í kór. Skildi Freyju eftir í tíma í Suzuki og fór með Fífu heim. Komum við á leiðinni á nýju Atlantsolíustöðinni á Skúlagötu til að endurnýja orkubirgðirnar á bílnum. Fyrir framan okkur var stór, frekar skítugur jeppi. Maðurinn á honum var byrjaður að dæla þegar ég kom að og ég sá að hann skrifaði eitthvað á afturrúðuna á meðan dælingunni stóð. Ég hugsaði ekki meira um það og dældi bara á okkar bíl. Þegar hann var orðinn fullur leit ég upp og sá að gaurinn fyrir framan var að hengja sína dælu upp. Sá þá að hann hafði skrifað á rúðuna: Binni er bestur! Ég gat nú ekki annað en glott yfir þessu, sérstaklega vegna þess að viðkomandi var örugglega kominn vel yfir þrítugt. Fífa hins vegar var í krampakasti inni í bílnum yfir þessu. Átti ekki orð yfir að svona gamall maður væri að krota í drulluna á bílnum sínum.

Þegar ég sagði henni að ef ég hefði ekki þurft að halda handfanginu á dælunni inni þá hefði ég skotist og bætt við „ekki“ þá missti hún sig alveg.

4 athugasemdir »

 1. Að breyta B í V hefði verið enn betra, þá hefði hann ekki heldur kunnað að stafa verstur… 😀

  Gamall, annars, Fífa sagði – örugglega svona 30 ára!

  I feel ancient.

  Minnir mig reyndar á „hvíta“ sendiferðabílinn í Danmörku, sem einhver hafði krotað á: Denne model fås også i hvid.

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-11-23 @ 01:02 | Svara

 2. hvað er þetta, greyið maðurinn er kannski bara að reyna að byggja upp sjálfstraustið.. 😉

  Athugasemd af vælan — 2007-11-23 @ 10:52 | Svara

 3. Hildigunnur: Verst að hafa ekki fattað þetta 😉 Hallveig: Já ætli það ekki bara.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-11-23 @ 20:53 | Svara

 4. hehe, Væla, ætli honum hafi veitt af því, émeina, éppi og allt…

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-11-23 @ 23:18 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: