Strč prst skrz krk

2007-11-29

Dilbert

Filed under: Brandarar — Jón Lárus @ 23:13

Getur verið alveg magnaður.

Dilbert, snilld.

Tenglalistinn

Filed under: Blogg,Bloggarar — Jón Lárus @ 22:10

Tók þvílíkt til í tenglalistanum mínum um daginn. Var mjög grimmur. Henti út öllum, sem ekki hafa bloggað í langan tíma. Meira að segja tenglar á Fífu og Bjössa bróður fengu að fjúka. Þau fá þá bara nýjan tengil ef þau byrja að blogga aftur.

Síðan var Finnur að fá WordPress síðu.  Geysilega spenntur yfir því. Var alveg áðan: „Pabbi, pabbi ætlarðu að kíkja á síðuna mína?“ Ekki hægt annað en að bæta honum inn á tenglalistann.

Píparabros

Filed under: Húsið — Jón Lárus @ 22:03

Er búinn að vera í þvílíkum vandræðum með ofninn á baðinu uppi. Hann var búinn að vera kaldur og eftir að fór að kólna þá var alveg hrikalega óþægilegt að koma inn á ískalt baðið.

Þannig að fyrir 2-3 vikum tók ég á mig rögg. Byrjaði á þessu einfalda og athugaði með loft á ofninum. Það var ekki neitt. þannig að næsta skref var að athuga með lítið stykki í hitastillinum, sem virkar oft að skipta um í svona tilvikum (er nú ekki meiri pípari en svo að ég hef ekki hugmynd um hvað það heitir). Ég átti eitt slíkt stykki og reif hitastillinn af og skipti um stykkið. Ekki kom hiti á ofninn. Þá var aðeins eitt eftir, að rífa ofninn frá og athuga hvort hann væri eitthvað stíflaður. Nennti því nú samt ekki akkúrat þarna.

Um síðustu helgi þá ákvað ég að kíkja á þetta mál aftur. Áður en ég byrjaði að rífa ofninn frá ákvað ég að hamast aðeins á pinna í stykkinu, sem ég skipti um áður. Ég þurfti ekki að ýta honum inn og toga út aftur nema 2-3 sinnum þar til vatn byrjaði að streyma í ofninn.

Varð ekki smá feginn. Hefði verið frekar fúlt að fá pípara hingað til að laga ofninn. Hann hefði bókað byrjað á þessu. Tekið 5 mínútur og síðan rukkað fyrir útkall.

Gína

Filed under: Fjölskyldan,Nám — Jón Lárus @ 20:00

Fífa gargaði á okkur áðan: „Að gína, er það sterk eða veik sögn?“ Við Hildigunnur: Sterk, gína, gein, ginum ginið. Síðan bætti ég við: Þýðir það ekki annars að klæða gínur í eitthvað?

Bloggaðu hjá WordPress.com.