Strč prst skrz krk

2007-12-13

Jólahóptími

Filed under: Brandarar,Fjölskyldan,Tónlistarnám — Jón Lárus @ 23:11

Finnur spilaði í jólahóptíma hjá víólunum í gær. Lagið, sem hann átti að spila var: Dvel ég í draumahöll úr Dýrunum í Hálsaskógi. Hildigunnur var meira að segja búin að útbúa drungalegt undirspil fyrir píanóið, sem var kallað: Dvel ég í draugahöll. Fyrir misskilning komst það ekki til skila en það er nú önnur saga. Þegar röðin kom að Finni að spila þá arkaði hann fram á sviðið mjög öruggur með sig og sagði síðan við meðleikarann, þannig að heyrðist um allan salinn, þegar hann gekk fram hjá píanóinu: „Þú kannt ekki að spila það, sem ég ætla að spila!“ Hún svaraði samstundis: „Jú ég kann það víst!“ Sármóðguð. Salurinn sprakk.

6 athugasemdir »

 1. haha, einn góður 😀

  Ástríður náttúrlega spilar allt eftir eyranu, en kannski ekki skrítið að Finnur átti sig ekki á því. Hins vegar sé ég eftir að Draugahallarundirspilið hafi ekki orðið ofan á. Líklega spilar hann það nú á jólaskemmtuninni, samt.

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-12-14 @ 00:23 | Svara

 2. minn sonur var í hóptíma með fiðluna þegar hann var í fyrsta bekk og mér fannst hann tvístíga eitthvað mikið svo ég sætti lagi og spurði hann hvort hann þyrfti að pissa. Ég reyndi að tala lágt svo lítið bæri á. Ég nefnilega hafði upplifað það áður að börnin mín gátu orðið svolítið pirruð ef ég var alltaf að spyrja hvort þau þyrftu að pissa og svoleiðis afskiptasemi. Þetta var sko meðan við bjuggum ennþá í Danmörku. Hann sneri sér að mér, með fiðluna undir handleggnum og sagði hátt og skýrt: „Nei, jeg skal ikke tisse! Og hvis du spør igen så banker jeg dig! …. Med buen!“
  Þar sem þetta var nú ekki í neinni pásu eða neitt þá reyndi fólk að láta lítið bera á því að því þætti þetta fyndið, ég var gersamlega að deyja úr hlátri en þorði sko ekki að láta drenginn sjá það. Og ein amma við hliðina á mér hristist lengi, en hvíslaði svo að mér seinna hvort ég óttaðist ekki að það gæti orðið svolítið hættulegt fyrir mig að láta drenginn halda lengi áfram í tónlistarnámi 🙂
  Verður maður ekki að taka fram að þessi drengur er annar einstaklega ljúfur og góður? Sérstaklega við mömmu sína og hefur alltaf verið.

  Athugasemd af Fríða — 2007-12-14 @ 20:42 | Svara

 3. Fríða: Ha, ha, ha. Þessi var ansi góður!
  Hildigunnur: Ég er viss um að hann hafi haldið að Ástríður kynni ekkert annað en það sem er í Suzuki bókunum.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-12-15 @ 18:46 | Svara

 4. Fríða, snilld 😀

  Athugasemd af hildigunnur — 2007-12-15 @ 19:28 | Svara

 5. Þetta er dásamlegt allt saman!

  Athugasemd af Harpa J — 2007-12-15 @ 23:29 | Svara

 6. Það má nú segja. Koma oft spaugileg atvik á meðan þau eru enn svona hreinskilin.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2007-12-16 @ 23:20 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: