Strč prst skrz krk

2008-01-5

Neysluæðið

Filed under: Ýmislegt,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 20:02

Við Hildigunnur tókum þátt í neysluæðinu af fullum krafti áðan. Þetta byrjaði svosem allt mjög sakleysislega. Við ætluðum rétt að skreppa út og kaupa smá rauðvín og hveiti í pizzuna, sem við ætlum að hafa í kvöld (pizzurnar eru í ofninum núna nota bene). Fórum í Heiðrúnu og á leiðinni til baka ætluðum við að koma við í Krónunni og kaupa hveitið og eitthvað smá álegg. Prófuðum þar sjálfsafgreiðslu í fyrsta skipti eins og Hildigunnur segir frá á síðunni sinni.

Nema hvað, þegar við erum komin inn þá sjáum við að það er útsala í Húsgagnahöllinni. Við vorum einmitt mjög hrifin af einu rúmi, sem við höfðum séð þar og fannst passa mjög vel fyrir Finn í nýja herbergið. Enduðum á því að kaupa það ásamt dýnu á 40k í staðinn fyrir 57k eins og það átti að kosta upprunalega. Vorum búin að ganga frá greiðslunni og á leiðinni út þegar Hildigunni datt í hug að athuga líka um svefnsófa fyrir Freyju. Við höfðum ætlað að kaupa svefnsófa í IKEA, sem við vorum búin að sjá en ákváðum að kíkja aftur inn. Fundum þennan fína sófa fyrir Freyju og skelltum okkur á hann líka.

Núna verður ekki þverfótað fyrir svefnsófum og rúmum í svefnálmunni niðri. Eins gott að reyna að ganga frá þessu öllu saman.

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: