Strč prst skrz krk

2008-01-7

Jólunum pakkað

Filed under: Hátíð — Jón Lárus @ 20:10

Tókum á okkur rögg í gær (eftir þrettándaboðið hjá mömmu) og tókum niður jólaskrautið og hentum trénu út. Skildum samt eftir nokkrar seríur. Ætlum að leyfa þeim að loga örlítið lengur.

Maður þorir ekki lengur að bíða neitt með þetta. Annars á maður á hættu að missa af trjáhreinsuninni og þá veltast trén hér um gangstéttar og götur langt fram eftir vetri.

Alltaf svolítið tómlegt þegar er búið að taka niður tréð og skrautið.

Meira neysluæði

Filed under: Ýmislegt,Dægradvöl — Jón Lárus @ 00:16

Pantaði frá Amazon í gær nokkra DVD diska. Meðal annars afmælisgjöfina fyrir Hildigunni. Síðan voru nokkrir diskar, sem mig hefur lengi langað í, á þvílíkum afslætti að það var ekki hægt annað en panta þá líka. Delikatessen, Amélie og svo fékk Fífa að lauma einum diski í pöntunina.

Hlakka ekki smá til að fá þetta dót í hendurnar.

Bloggaðu hjá WordPress.com.