Strč prst skrz krk

2008-01-11

Finnur átvagl

Filed under: Fjölskyldan,Undrun — Jón Lárus @ 21:25

Í kvöldmatnum borðaði Finnur örugglega mest af öllum af gulrótahakkkökunni, sem var í matinn. Horfðum svo á útsvar. Komum upp og þá spurði hann hvort hann gæti fengið AB-mjólk, hann væri svangur.

Við Hildigunnur sögðum þá í kór: SVANGUR!!

Herbergið hans Finns II

Filed under: Húsið — Jón Lárus @ 19:57

Herbergið hans Finns er farið að taka á sig mynd. Nú er búið að hlaða glervegginn við hliðina á hurðinni.

Svona leit þetta út áður en hann var hlaðinn

Fyrir glervegg

en lítur svona út núna:

Nýi glerveggurinn

Bloggaðu hjá WordPress.com.