Strč prst skrz krk

2008-01-13

Setningar II

Filed under: Setningar — Jón Lárus @ 23:58

Einhvern tímann henti ég inn furðulegri tékkneskri setningu hérna inn og ætlaði svo að halda áfram. Ekkert hefur nú orðið af því fyrr en þá núna.

Best að láta tvær franskar flakka. Það sem er skemmtilegt við þessar tvær er framburðurinn.

Sú fyrri:

Caton, écarte ton carton, car ton carton me gêne.

Í lauslegri þýðingu: Caton, ýtu pappaspjaldinu þínu til hliðar því pappaspjaldið þitt fer í taugarnar á mér.

Og sú síðari:

Nous choisissons ces six saucissons ci.

Eða á ylhýra: Við veljum þessar sex pylsur hérna.

Helgin

Filed under: Húsið — Jón Lárus @ 22:12

fór í þetta svona að miklu leyti. Fer að nálgast það að ég hlaupi æpandi í burtu ef ég sé sparslspaða eða sparsltúpu.

Sem betur fer er farið að sjá fyrir endann á þessu. Verður svo sannarlega sleginn tappi úr kampavínsflösku þegar þetta er yfirstaðið.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.