Strč prst skrz krk

2008-01-23

Vestmannaeyjagosið

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 23:42

Ég man það eins og í gær þegar pabbi vakti mig (á afmælisdaginn minn) fyrir 35 árum og sagði mér að það væri farið að gjósa í Vestmannaeyjum. Ég reis upp við dogg og sagði:
„Pabbi, þú ert að plata mig. Það vita allir að Vestmannaeyjar eru útdauð eldstöð.“

Snemma besserwisser. En núna er Finnur nánast jafngamall og ég var á þeim tíma. Ég held að eitthvað svona svipað gæti alveg dottið upp úr honum núna.

Herbergið hans FIIInns

Filed under: Fjölskyldan,Húsið — Jón Lárus @ 22:58

Jæja, jæja þá fer þetta að verða búið. Afi hans Finns og afabróðir komu og settu niður teppi í nýja krókinn stráksins í morgun. Síðan setti ég nýja rúmið hans saman þegar ég kom heim úr vinnunni.

Smá myndasería hér að neðan.

Gangurinn fyrir teppalögn.

Teppið komið á.

Og rúmið á s�num stað

Strákur � rúmi. Sáttur við nýja staðinn.

Loksins, loksins!

Filed under: Íþróttir — Jón Lárus @ 21:42

Strákarnir tóku sig saman í andlitinu og unnu glæsilegan sigur á Ungverjum. Eftir skrykkjótta byrjun þar sem þeir lentu m.a. 8-4 undir þá tókst þeim að jafna fyrir hálfleik. Síðan náðu þeir að keyra algerlega yfir andstæðingana í síðari hálfleik. Hreiðar át sóknarmennina eins og snakk. Held hann hafi varið úr 5 dauðafærum. Ólíkt öðrum leikjum þá tókst þeim að nýta sér það og byggja upp gott forskot. Endaði á 8 marka sigri. Ekki smá flott afmælisgjöf.

Spánverjar á morgun. Ættum að eiga góða möguleika á móti þeim því þeir töpuðu á móti Svíum með eins marks mun á flautumarki og eiga ekki lengur möguleika á að vinna til verðaluna.

Ekki amalegt

Filed under: Afmæli — Jón Lárus @ 08:02

að vera vakinn og í morgunmatinn eru bandarískar pönnukökur og meðlæti. Ekki smá flottar stelpur, sem við eigum.

Wonderbread?

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 07:59

Í síðustu viku var hægt að kaupa í Krónunni amrískt brauð, sem kostaði skít og kanil. Við keyptum eitt brauð bara til að prófa, bjuggumst svo sem ekki við miklu. Passaði líka, þetta var eins vont eins og frekast var hægt að ímynda sér og örugglega löðrandi í rotvarnarefnum. Við nánari skoðun á innihaldslýsingunni kom svo í ljós að amríska brauðið var framleitt í Þýskalandi. Örugglega bakarí á yfirgefnum herflugvelli.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.