Strč prst skrz krk

2008-01-29

Er það ekki dæmigert

Filed under: Íþróttir,Undrun — Jón Lárus @ 22:48

að eftir að Danir sneru heim eftir að hafa unnið Evrópumeistaratitilinn í handbolta á dögunum þá var tekið á móti þeim með pompi og pragt (eins og vera ber). Flugvélinni, sem flutti þá heim var m.a. fylgt eftir af orrustuflugvélum (hvers vegna í ósköpunum veit ég ekki). Þetta hefur víst ekki gerst síðan Danir urðu Evrópumeistarar í knattspyrnu ’92.

Síðan þá hefur danska kvennalandsliðið unnið Evrópumeistaratitil, heimsmeistaratitil og gull á ólympíuleikum. Fékk aldrei þessar móttökur. Hvenær ætli það verði að karla og kvennalandsliðum verði gert jafn hátt undir höfði?

Heilsuleysi

Filed under: Veikindi — Jón Lárus @ 22:29

á heimilinu. Hildigunnur búin að vera með vonda magapest í tvo daga. Ekki séns að hún fari að kenna á morgun og fólki svo ráðlagt að halda sig heima a.m.k. tvo daga eftir að vera orðið einkennalaust. Krossa putta að við hin fáum ekki þennan óþverra.

Bloggaðu hjá WordPress.com.