Strč prst skrz krk

2008-02-5

Öskudagur

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:48

Svona verður útgangurinn á Freyju á morgun:

Ekki Solla stirða

(nei, þetta er víst ekki Solla stirða, heldur módel).

Finnur verður í Ninja turtle búningi (kemur örugglega mynd á blogginu hennar Hildigunnar á morgun). Vonandi bara að hann verði nógu frískur. Hann missti af öskudegi fyrir tveimur árum. Var að sjálfsögðu eiturfúll yfir því.

Vafningsviður?

Filed under: Fjölskyldan,Húsið — Jón Lárus @ 22:43

Ég veit ekki hvort Finnur (og hugsanlega Freyja líka) haldi að hurðakarmar og gerefti hér á heimilinu séu vafningsviður til að sveifla sér á. Að minnsta kosti eru ansi margir hurðakarmar hér á heimilinu útkámaðir.

Hreyfingarleysi

Filed under: Íþróttir,Boltinn — Jón Lárus @ 21:42

Mig er farið að lengja eftir því að geta hreyft mig almennilega. Var í fótbolta áðan og pústið var nú bara svona og svona. Hef ekki getað hreyft mig almennilega í næstum því mánuð. Hvorki hlaupið né hjólað.

Ég nenni ekki að fara út að hlaupa í svona snjó og hálku, finnst ég ekkert fá út úr því og hjóla ekki heldur. Hef ekki farið út í að kaupa mér snjódekk með nöglum á hjólið. Þannig að eina hreyfingin núna er boltinn einu sinni í viku.

Og þegar boltinn er leiðinlegur (les: mitt lið tapar) þá er nú lítið varið í það…

Bloggaðu hjá WordPress.com.