Strč prst skrz krk

2008-02-11

Rúsínan

Filed under: Fjölskyldan,Stríðni — Jón Lárus @ 00:40

Var að drekka morgunkaffið í gærmorgun. Finnur var kominn inn í stofu og ég var að ráða krossgátu. Kaffikrúsin að verða tóm og ég sá að það var eitthvað voða mikill korgur í krúsinni, aldrei þessu vant. Sagði við Fífu, sem var við hliðina á mér „Voða er mikill korgur í kaffinu núna!“ Fór svo að skoða málið betur. Sá þá að þetta var ekki bara korgur heldur var líka rúsína í krúsinni (n.b. ég þoli ekki soðnar rúsínur). Ég: „Fífa, það er rúsína í kaffinu mínu, veist þú eitthvað um þetta? Fífa: „Nei, hef ekki hugmynd“ Þá heyrðist hlátur úr stofunni. Finnur alveg að springa úr hlátri og viðurkenndi að hafa hent henni út í kaffið mitt.

Ég ætla ekkert að reyna að setja upp undrunarsvip og ekki skilja hvaðan hann hefur þetta…

4 athugasemdir »

  1. wahahahah

    stríðinn, hann Finnur? ha, hvað?

    Hvaðan ætli hann hafi það?

    Reyndar er ég meira hissa á hvað hann er tapsár, blessaður drengurinn, það hefur hann frá hvorugu okkar…

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-02-11 @ 00:45 | Svara

  2. Elst það ekki af þeim? Reyndar er Sólrún eftirlátssöm við bróður sinn sem er hrottalega tapsár.

    Athugasemd af Kristín í París — 2008-02-11 @ 08:40 | Svara

  3. Ég vona að þetta eldist af honum, allavega ef hann á eftir að fylgja í fótspor móður- og föðurbræðra og gerast spurningakeppnanörd.

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-02-11 @ 09:09 | Svara

  4. Já, þá yrði hann að slaka aðeins á í tapsærindunum. Ekki svo að skilja, maður hefur nú alveg séð yfir sig tapsára spurninganörda.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-02-12 @ 00:04 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: