Var að drekka morgunkaffið í gærmorgun. Finnur var kominn inn í stofu og ég var að ráða krossgátu. Kaffikrúsin að verða tóm og ég sá að það var eitthvað voða mikill korgur í krúsinni, aldrei þessu vant. Sagði við Fífu, sem var við hliðina á mér „Voða er mikill korgur í kaffinu núna!“ Fór svo að skoða málið betur. Sá þá að þetta var ekki bara korgur heldur var líka rúsína í krúsinni (n.b. ég þoli ekki soðnar rúsínur). Ég: „Fífa, það er rúsína í kaffinu mínu, veist þú eitthvað um þetta? Fífa: „Nei, hef ekki hugmynd“ Þá heyrðist hlátur úr stofunni. Finnur alveg að springa úr hlátri og viðurkenndi að hafa hent henni út í kaffið mitt.
Ég ætla ekkert að reyna að setja upp undrunarsvip og ekki skilja hvaðan hann hefur þetta…
wahahahah
stríðinn, hann Finnur? ha, hvað?
Hvaðan ætli hann hafi það?
Reyndar er ég meira hissa á hvað hann er tapsár, blessaður drengurinn, það hefur hann frá hvorugu okkar…
Athugasemd af hildigunnur — 2008-02-11 @ 00:45 |
Elst það ekki af þeim? Reyndar er Sólrún eftirlátssöm við bróður sinn sem er hrottalega tapsár.
Athugasemd af Kristín í París — 2008-02-11 @ 08:40 |
Ég vona að þetta eldist af honum, allavega ef hann á eftir að fylgja í fótspor móður- og föðurbræðra og gerast spurningakeppnanörd.
Athugasemd af hildigunnur — 2008-02-11 @ 09:09 |
Já, þá yrði hann að slaka aðeins á í tapsærindunum. Ekki svo að skilja, maður hefur nú alveg séð yfir sig tapsára spurninganörda.
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-02-12 @ 00:04 |