Dósamaturinn hennar Loppu var skyndilega búinn í kvöld þegar við ætluðum að gefa henni. Hentum smá þurrmatarlúku í hana og þar sem ég var að fara út að erindast aðeins ákvað ég að koma við í Drekanum, sjoppunni hérna á næsta horni (þurrmaturinn hennar fæst nefnilega ekki í Bónus). Bjóst við því að þetta myndi nú kosta verulega meira heldur en í Krónunni þar sem við kaupum hann venjulega.
Nema hvað, fékk dolluna í Drekanum á 130 kall. Undanfarið höfum við keypt sams konar dósir í Krónunni á 150-160 krónur og fyrir nokkrum dögum á 180 í Hagkaupum. Segir nú talsvert um álagninguna í þessum búllum að kattamaturinn sé verulega ódýrari í sjoppunni hérna á horninu.
Vona bara að strákarnir í Drekanum lesi ekki þetta blogg svo að kattamaturinn verði ekki orðinn dýrari næst þegar við þurfum að kaupa!