Tók svo eftir því að síðasta færsla var sú fimmhundruðasta frá upphafi hjá mér. Mesta furða hvað þetta safnast saman.
2008-02-24
Sumarbústaðaferð
Vorum í sumarbústað uppi hjá Hreðavatni um helgina. Algjör snilld, þvílík afslöppun. Ekkert gert nema leggja kapla, ráða sudokur og horfa á imbann.
Nokkrar myndir á síðunni hennar Hildigunnar.
Hér er svo líka mynd af fossinum Glanna, enn einu sinni. En nú í talsvert minni ham heldur en í síðustu skipti.