hvað ég þoli ekki þennan frasa, sem tröllríður öllu þessa dagana. Síðast á forsíðu Fréttablaðsins í fyrradag. Hvað er með: Hefur aldrei verið hærra/meira/stærra? Líklega hefur þessi frasi orðið til í einhverju bríaríi. Var kannski fyndinn í eitt skipti eða tvö en algerlega búinn að missa bitið.
Nöldur.is
hehehe, algerlega…
Athugasemd af hildigunnur — 2008-02-29 @ 00:49 |
Ok, frasinn á forsíðunni var reyndar sögulegt lágmark. En pirrið er það sama.
Fyrir utan að það stemmdi alls ekki. Í greininni var talað um húsnæðislán bankanna (sem voru nota bene ekki til fyrir 5 árum). Höfðu í síðasta mánuði víst ekki verið lægri síðan þeir hófu að veita slík lán og þá hét það sögulegt lágmark (sic)!
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-02-29 @ 00:57 |