Strč prst skrz krk

2008-03-2

Dósadagur

Filed under: Ýmislegt,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:59

Fór í dósasöfnunarleiðangur með Freyju í gær. Kórinn hennar (Graduale Futuri) er að fara til Noregs í vor og til að stoppa upp í fjármögnunargatið var ákveðið að fara í dósasöfnun í Vogahverfinu. Mættum hjá Langholtskirkju kl. 11 í gær. Þá voru þar mættir 4 fullorðnir og 11 stelpur. Freyja og 2 stelpur með henni fengu úthlutað að safna á Langholtsvegi og Eikjuvogi. Svo var farið að safna. Gekk nú svona upp og ofan hjá okkar flokki, best þó í Eikjuvoginum.

Tók alveg 3 klukkutíma að klára svæðið, sem okkur hafði verið úthlutað. Þá var farið í bónstöð, sem einn pabbinn hafði aðgang að til að flokka og telja. Tók um klukkutíma að telja dósirnar, sem krökkunum höfðu áskotnast. Passaði nákvæmlega að stór lokuð kerra, sem við vorum með var stútfyllt. Hefði ekki komist einn ruslapoki fyrir í henni til viðbótar.

Grrrr…

Filed under: Veðrið — Jón Lárus @ 00:55

Hvað er með allan þennan snjó?  Kominn mars og allt.  Og nú snjóar. Erum alveg búin að fá nóg! 

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.