Strč prst skrz krk

2008-03-2

Dósadagur

Filed under: Ýmislegt,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:59

Fór í dósasöfnunarleiðangur með Freyju í gær. Kórinn hennar (Graduale Futuri) er að fara til Noregs í vor og til að stoppa upp í fjármögnunargatið var ákveðið að fara í dósasöfnun í Vogahverfinu. Mættum hjá Langholtskirkju kl. 11 í gær. Þá voru þar mættir 4 fullorðnir og 11 stelpur. Freyja og 2 stelpur með henni fengu úthlutað að safna á Langholtsvegi og Eikjuvogi. Svo var farið að safna. Gekk nú svona upp og ofan hjá okkar flokki, best þó í Eikjuvoginum.

Tók alveg 3 klukkutíma að klára svæðið, sem okkur hafði verið úthlutað. Þá var farið í bónstöð, sem einn pabbinn hafði aðgang að til að flokka og telja. Tók um klukkutíma að telja dósirnar, sem krökkunum höfðu áskotnast. Passaði nákvæmlega að stór lokuð kerra, sem við vorum með var stútfyllt. Hefði ekki komist einn ruslapoki fyrir í henni til viðbótar.

3 athugasemdir »

  1. Hvað er mikið upp úr svona dósasöfnunarleiðangri að hafa?

    Athugasemd af Eyja — 2008-03-3 @ 09:46 | Svara

  2. tja, verður nú að viðurkennast að tímakaupið var ekki sérlega hátt. En þess virði, þó ekki nema sé til að krökkunum finnist þau sjálf vera að vinna fyrir þessu.

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-03-3 @ 10:51 | Svara

  3. Það söfnuðust eitthvað um 3900 einingar, sem gerir 39000 kall. Svosem engar stórupphæðir. Samt sirka 2000 kall á kórfélaga.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-03-3 @ 12:34 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: