Lentum á eftir bíl með þessa númeraplötu áðan þegar við vorum á leið heim úr Suzuki skólanum áðan. Ökumaðurinn var ekkert að flýta sér, ók í hægðum sínum eftir Hverfisgötunni.
Hildigunnur sagði eitthvað á þá leið: „Ætli að standi þá EFTIR framan á honum?“ Ég: „Nei, hann er bara FYRIR!“
Hann má þó eiga það að hann varaði mann við.