að verið er að gera klárt fyrir framkvæmdir við endurnýjun efri hluta Skólavörðustígs. Búið er að planta steypuhlunkum með skiltum, sem enn eru vafin inn í plast víðs vegar hér um nágrennið. Ég sá þetta fyrst í morgun og botnaði ekkert í hvað þetta væri. Hélt jafnvel að þetta tengdist einhverri listasýningu. Áttaði mig svo á hvað þetta hlyti að vera þegar ég sá að svona steypuhlunkur var á hverju götuhorni umhverfis Skólavörðustíginn.
Þetta þýðir að maður neyðist til að fara að finna nýjar leiðir til að komast heim innan skamms. Og vonandi líka að náist að klára þetta á tilsettum tíma, í ágúst held ég.