Strč prst skrz krk

2008-03-5

Það er greinilegt

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 21:15

að verið er að gera klárt fyrir framkvæmdir við endurnýjun efri hluta Skólavörðustígs. Búið er að planta steypuhlunkum með skiltum, sem enn eru vafin inn í plast víðs vegar hér um nágrennið. Ég sá þetta fyrst í morgun og botnaði ekkert í hvað þetta væri. Hélt jafnvel að þetta tengdist einhverri listasýningu. Áttaði mig svo á hvað þetta hlyti að vera þegar ég sá að svona steypuhlunkur var á hverju götuhorni umhverfis Skólavörðustíginn.

Þetta þýðir að maður neyðist til að fara að finna nýjar leiðir til að komast heim innan skamms. Og vonandi líka að náist að klára þetta á tilsettum tíma, í ágúst held ég.

2 athugasemdir »

  1. jámm, gott að rata Grettisgötu og/eða Þórsgötu þegar við komum úr suðaustri.

    Hins vegar hugsa ég ekki að þetta hjálpi til með bílastæðavandann. Bjarnarstígur verður erfiður, gott að vera flinkur að bakka…

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-03-5 @ 22:23 | Svara

  2. Verður örugglega óxla fínt seinna í sumar eða haust. Á líka eftir að muna helling í vetrarfærðinni að fá götuna upphitaða. Er oft leiðinleg þegar er snjór því hún er frekar þröng.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-03-5 @ 23:39 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: