auglýsing hjá Iceland Express þessa dagana.
Einkaþotur, þær eru svo 2007!
Er svona hratt og hratt að kúpla mig út úr gömlu forritunum í vinnunni. Í staðinn er komin .net vinna og svo var ákveðið að ég myndi líka fara að læra á WebMethods hugbúnaðinn (samþættingarhugbúnaður). Það bar nú dálítið brátt að og núna í vikunni byrjaði ég að setja mig inn í þann heim.
Nú í lok vikunnar er hausinn alveg að springa af upplýsingum. Líður örugglega ekki á löngu þangað til fara að leka tvíundakerfisbitastraumar út um eyrun ef heldur svona áfram…