Strč prst skrz krk

2008-03-11

Síbería

Filed under: Boltinn — Jón Lárus @ 21:37

í boltanum áðan. Voru bara mættir sjö þannig að við urðum að spila þrír í liði með einn skiptimann. Miklu meiri hlaup, miklu erfiðara. Algjörlega búinn.

Frasinn: „Ég hef aldrei verið svona þreyttur áður“ hljómar trúlegar núna en oftast áður. Mitt lið vann samt eftir mikinn barning þannig að þetta var þess virði.

Tíhíhí

Filed under: Afmæli — Jón Lárus @ 18:13

Keypti afmælisgjöfina fyrir Hildigunni fyrir langalöngu, í janúar nánar tiltekið. Er búið að vera erfitt stundum að halda sér saman en mér hefur tekist það þangað til í dag að ég missti það út úr mér. O jæja, það eru nú líka ekki nema 3 dagar í afmælið hennar.

Held að hún sé forvitin núna…

Mikið gott

Filed under: Hjólreiðar — Jón Lárus @ 18:10

(nú tala ég eins og Sunnlendingur) að geta hjólað aftur í vinnuna.  Byrjaði aftur eftir tveggja mánaða hlé á föstudaginn. Hef svo getað hjólað báða dagana í þessari viku. Þvílíkur munur! Mér fannst ég alveg um það bil að verða að líkamlegu braki eftir tveggja mánaða næstum algjört hreyfingarleysi (bara boltinn einu sinni í viku). Fyrstu skiptin eru líka svolítið erfið en þetta ætti nú allt að fara að koma.

Bloggaðu hjá WordPress.com.