Strč prst skrz krk

2008-03-13

Dagur límósínanna?

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 21:50

Við Hildigunnur mættum eða keyrðum fram á þrjár límúsínur á nokkur hundruð metra kafla á leiðinni heim úr Krónunni í dag. Þá fyrstu rákumst við á, á hringtorginu við Þjóðminjasafnið. Risastór, hvítur hummer. Næstu mættum við á Tjarnarbrúnni, líka risastór, hvítur hummer (þessar tvær gætu nú mögulega hafa tengst).

Okkur fannst nú alveg nóg að rekast svona á tvær sínur með örstuttu millibili en þegar sú þriðja ók fram hjá okkur hjá hótel Holti þá féll okkur nú allur ketill í eld.

Hvernig er annars með þetta ég hélt að það væri að koma kreppa hérna?

5 athugasemdir »

 1. Jú jú, þeir skiptu einkaþotunni út fyrir limmu. Kreppa.

  Athugasemd af Kristín í París — 2008-03-14 @ 06:54 | Svara

 2. Kreppa er bara hugarástand. Ef þér finnst ekki vera að koma kreppa þá er ekkert að koma kreppa…

  Athugasemd af Þorbjörn — 2008-03-14 @ 08:40 | Svara

 3. Ef þetta er kreppa þá langar mig ekkert í góðæri. Manni yrði bara bumbult af því.

  Athugasemd af Jón Heiðar — 2008-03-14 @ 09:11 | Svara

 4. Var þetta bara allt sami Hummerinn? Getur verið að ríkistjórnin sé með einn á sínum snærum sem keyrir látlaust um götur borgarinnar til að sýna að „allt sé í lagi“.

  Athugasemd af Arnar — 2008-03-14 @ 11:08 | Svara

 5. Held að það sé nú svosem allt í lagi að menn slaki nú aðeins af og dragi andann. Þetta er búið að vera ansi villt hérna síðustu 3-4 árin.

  Arnar, hahaha. Hver veit?

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-03-14 @ 20:00 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: