Strč prst skrz krk

2008-03-17

Skil þetta reyndar ekki alveg

Filed under: Ruglið,Vín — Jón Lárus @ 23:58

Frétt um dýrasta kampavín í heimi. Umbúðirnar eru reyndar alveg flottar en það er ekkert á bak við þetta. Þarna er verið að selja 12 flöskur á 5,4 milljónir, sem ættu að kosta í mesta lagi 180.000 (360.000) ef þetta eru magnum flöskur.

Gerði Finn reyndar mjög hissa og sýndi honum fréttina og dró jafnframt upp eina svona Belle Epoque flösku upp (reyndar ekki sami árgangur og ekki blanc de blanc). Svipurinn á guttanum þegar hann sá að þær voru næstum því eins. Vááá, pabbi áttu svona dýrustu flösku?!

Beittir hnífar

Filed under: Ýmislegt,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 23:18

Eftir brýningarnámskeiðið, sem við fengum í gær (sjá hér þá tókum við Fífa okkur til í morgun og brýndum allflesta hnífa hér á heimilinu. Skildum reyndar eftir einn fyrir Hildigunni til að spreyta sig á. Við erum nú ekki enn neitt sérstaklega flink en samt var ótrúlegur munur á bitinu þegar prófað var að skera blað í sundur. Fyrir brýningu þá rifu flestir hnífarnir úr blaðinu en eftir þá var skurðurinn bara beinn.

Sólarkaffi

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 20:36

Í gær skein sólin í fyrsta sinn inn um lituðu gluggana á vesturhlið húsins okkar. Alltaf gaman þegar það gerist. Héldum upp á það með því að fá okkur sólarkaffi með ýmsu gúmmulaði.

Styttist í sumarið.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.