Strč prst skrz krk

2008-03-19

Fyrstu

Filed under: Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 22:10

krókusarnir eru farnir að gægjast upp úti í garði. Óvenjulega snemmt held ég því yfirleitt eru plönturnar í garðinum okkar ekkert sérlega snöggar til. Vonandi bara að hretið, sem spáð er á næstu dögum gangi ekki alveg frá þeim.

Á heimleið

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 12:53

úr risainnkaupaleiðangri í RL vöruhús þá ókum við fram hjá Kauphöllinni. Þá hrökk upp úr Hildigunni: „Hvernig ætli starfsmönnum Apple líði þegar allt þunglyndið lekur niður á þá af efri hæðunum?“ Við Fífa sprungum úr hlátri en litlu krakkarnir skildu ekki neitt í neinu.

Bloggaðu hjá WordPress.com.