Strč prst skrz krk

2008-03-21

Páskaeggjagerð

Filed under: Dægradvöl,Fjölskyldan,Hátíð — Jón Lárus @ 12:41

Við Fífa ákváðum að gera tvö páskaegg fyrir þessa páska, ekki eitt eins og í fyrra. Við vorum algerlega búin að gleyma hvernig við fórum að þessu. Tók nokkrar tilraunir að ná tökum á þessu aftur. Við komumst meðal annars að því að það þýðir ekki að búa til egg bara úr rjómasúkkulaði (Fífa vildi endilega hafa sitt egg úr slíku súkkulaði), því það er ómögulegt að ná því úr forminu. Þetta vesen kostaði eitt egg, sem við neyddumst til að borða.

Það sem við gerðum til að leysa það mál var að gera fyrst þunna skel úr suðusúkkulaði og hjúpsúkkulaðiblöndu. Síðan gerðum við innri og þykkari skel úr rjómasúkkulaði. Þetta kom vel út og enginn vandi að ná egginu úr forminu með þessari aðferð. Í fyrra áttum við ekki fót og létum eggið liggja. Núna bættum við úr því og fengum okkur form til að gera fót. Fífa vildi endilega hafa gamaldags, massífan fót. Gerðum hann eins og eggið, með þunnri suðusúkkulaðiskel og svo fyllt upp með rjómasúkkulaði.

Ég notaði hins vegar 70% súkkulaði í mitt egg, eins og í fyrra. Aðalmunurinn er að við höfðum 2 lög. Seinna lagið sett aðallega hjá samskeytunum til að fá þykkar brúnir. Í fyrra var það helsta vandamálið, sem við áttum við að stríða. Þá létum við heldur ekki súkkulaðið kólna í ísskápnum eftir að hafa brætt það heldur kældum við það í forminu og veltum fram og aftur (mjög tímafrekt og leiðinlegt). Núna skelltum við súkkulaðinu bara inn í ísskáp í 10-12 mínútur eftir að hafa brætt það. Síðan smurðum við súkkulaðinu í formið og settum það svo á hvolf ofan á bökunarpappír. Þegar eggið var búið að taka sig aðeins hentum við því síðan aðeins inn í frysti. Ég var reyndar pínu óþolinmóður, beið ekki nógu lengi og skemmdi brúnirnar aðeins.

Síðan nokkrar myndir af eggjagerðinni, Fífu egg fyrst:

Helmingarnir

Fóturinn

Allir hlutarnir og fylling

Eggið samsett og skreytt

Síðan mitt egg:

Mitt egg

Útlitið talsvert flottara en í fyrra en samt urðu smá mistök í samsetningunni…

14 athugasemdir »

 1. Verulega smart! Agalegt að lenda í því að ,,þurfa“ að borða misheppnaða eggið 😉

  Athugasemd af Harpa J — 2008-03-21 @ 14:59 | Svara

 2. Svakalega flott. Ég var bara leim og fór og keypti egg af súkkulaðigerðarkeðju. Enginn svona alvöru artisan hér í útthverfinu, bara keðjur.

  Athugasemd af Kristín í París — 2008-03-21 @ 15:17 | Svara

 3. Svona langar mig líka að gera

  Athugasemd af Fríða — 2008-03-21 @ 18:13 | Svara

 4. getur einhver giskað á hver mistökin voru? 😀

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-03-21 @ 19:28 | Svara

 5. Harpa, já þetta tók á hjá okkur unglingnum. 😉

  Parísardama, ekki svo að skilja að það sé nú um auðugan garð að gresja hér. Eina svona fyrir utan stóru súkkulaðigerðirnar, sem ég man eftir er Hafliði Ragnarsson. Örugglega mjög góð egg en kosta líka sitt.

  Fríða, þetta er miklu minna mál en ég bjóst við fyrirfram. Þegar maður er kominn með formin og aðeins búinn að prófa sig áfram þá held ég að taki ekki nema kannski einn til einn og hálfan tíma að gera eitt svona egg.

  Hildigunnur, er hægt að gera svona roðn kall hérna?

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-03-21 @ 20:35 | Svara

 6. Hafliðaeggin freistuðu verulega, en fjögurþúsundkall er lige i overkanten…

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-03-21 @ 21:31 | Svara

 7. Hm, öfugt, annað hvort öfugt saman, eða á hvolf ofan í fótinn?

  Athugasemd af Kristín í París — 2008-03-21 @ 22:36 | Svara

 8. Súkkulaðigerðaregg eru áreiðanlega dýr hér líka. Fígúrurnar sem ég keypti fyrir börnin kostuðu þó innan við 20 evrur samtals, í voða fínum pakkningum með fullt af litlum eggjum og fígúrum í kring. Verður meira en nóg fyrir okkur öll og gesti.

  Athugasemd af Kristín í París — 2008-03-21 @ 22:38 | Svara

 9. neibb 😀

  geyma eitt egg handa mér? 😛

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-03-21 @ 23:30 | Svara

 10. Þetta sést á myndinni, vel meira að segja…

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-03-21 @ 23:31 | Svara

 11. glæsilegt! mistökin…hmm, gleymduð þið að búa til egg handa Hildigunni?

  Athugasemd af baun — 2008-03-22 @ 09:37 | Svara

 12. það er líka hægt að kaupa fín egg í sandholti en þau eru nú líklegast ekkert ódýrari 😉

  en eggin hans hafliða eru nú líka hreinlega listaverk, þau eru svo falleg og engin tvö eins. Svo eru þau fyllt af handgerðu konfekti þannig að það er nú ekki skrýtið að þau séu frekar dýr 😉

  þessi minni voru á 3500 held ég..

  Athugasemd af Vælan — 2008-03-22 @ 13:31 | Svara

 13. Væla, nei, nei engin furða að þetta kosti slatta, allt handgert.

  Baun og þið hin, mistökin voru að gleymdist að setja nammið í eggið áður en það var límt saman 😦 Takið síðan eftir því að þetta er hollustupáskaegg. Fullt af hnetum og svoleiðis gúmmulaði. Áttaði mig svo líka á öðrum mistökum: Gleymdist að gera málshætti. Maður hristir nú bara hausinn yfir þessu…

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-03-22 @ 16:53 | Svara

 14. Já, nei, ég er ekkert hissa á verðinu á Hafliðaeggjunum, og nei, þau kostuðu fjögurþúsundkall þau minni og fimmþúsund þau stærri, held ég. Kannski einhvern tímann…

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-03-22 @ 17:02 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: