Strč prst skrz krk

2008-03-29

Vísbendingaspurningarnar

Filed under: Dægradvöl,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:37

í Lifandi vísindum eru erfiðar í nýjasta blaðinu.  Við Hildigunnur fáum alltaf Fífu til að spyrja okkur spurninganna.  Náum yfirleitt að skora svona 23-26 stig en núna ekki nema 20!  Man ekki eftir nema svona tveimur skiptum þar sem við höfum verið slakari.

Svefnganga?

Filed under: Fjölskyldan,Ruglið — Jón Lárus @ 12:19

Ætli það hafi ekki verið á fimmtudagskvöldið. Við vorum öll komin upp í. Klukkan eitthvað um miðnætti. Ég var að lesa. Þá heyrði ég að Freyja byrjaði að tala upp úr svefni. Skömmu síðar heyrðist þrusk. Ég heyrði fótatak sem fór framhjá herberginu okkar og áfram upp stigann. Ég beið smá stund og þegar fótatakið kom ekki niður aftur fljótlega þá ákvað ég að kanna málið aðeins. Þegar ég kom upp þá var Freyja í óða önn að útbúa morgunmat og gefa kettinum. Ég spurði hana hvort hún vissi hvað klukkan væri og þegar Freyja sá að hún var u.þ.b. miðnætti þá var það eina sem hún sagði: „Ó“.

Ég veit ekki alveg hvort hún gekk í svefni en tímaskynið var allavega víðs fjarri.

Bloggaðu hjá WordPress.com.