Strč prst skrz krk

2008-03-31

Letidagur

Filed under: Frí,Lestur — Jón Lárus @ 23:04

Dagurinn í gær var alger letidagur hjá mér. Gerði ekki neitt, sem mig langaði ekki til að gera. Lá bara uppi í sófa megnið af deginum og las og las (þetta var það sem ég ætlaði að gera á páskadag og klúðraðist hjá mér). Las m.a. Krabbann með gylltu klærnar (á frönsku), meirihlutann af Náttúrufræðingi, sem hafði lent ofan í blaðagrind, ólesinn og fór langt með að klára Dauðans óvissa tíma eftir Þráinn Bertelsson. Síðan horfðum við á Mannaveiðar og danska bíómynd, Adams æbler eða eitthvað í þá áttina. Nauðsynlegt að gera svona af og til. Bara allt of langt síðan ég hef tekið svona letidag.

Bloggaðu hjá WordPress.com.