Strč prst skrz krk

2008-04-29

Ammæli

Filed under: Afmæli — Jón Lárus @ 23:51

Litli gutti, hann Finnur á afmæli á morgun. Orðinn 8 ára. Til hamingju elsku kallinn minn.

Samræmdu

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 12:03

Jæja þá ætti Fífa að vera búin í fyrsta samræmda prófinu, í íslensku. Vonandi að það hafi gengið vel.

2008-04-23

Hvernig

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 19:34

í ósköpunum framleiðendum Martini datt í hug að henda gamla klassíska miðanum fyrir þetta útlit

Gamla og nýja Martini flaskan

er mér hulin ráðgáta. Mér finnst neðri miðinn algerlega út úr kú miðað við þann efri, lagið á flöskunni reyndar flott. Þetta minnir á þegar Landsbankinn henti gamla merkinu sínu fyrir stóra ljóta rauða L-ið.

2008-04-21

Rtna

Filed under: Hneykslun,Ruglið — Jón Lárus @ 23:01

Grrr. Mikið skelfilega fer það í taugarnar á mér fólkið sem hlammar bílunum sínum á miðja gangbraut meðan það bíður á rauðu ljósi. Veldur því að maður verður að taka á sig krók og oft yfir kantsteina í stað þess að renna ljúflega yfir gatnamótin á hjólinu. Lenti á einum slíkum á leiðinni heim úr vinnunni áðan. Síðan ekkert margir dagar liðnir síðan ég lenti í því sama.

Var það ekki annars Elías í einhverri bókinni eftir Auði Haralds. sem reif upp hurðina á einum slíkum bíl og spurði hvort maður ætti að fara í gegn hérna? Maður ætti kannski að fara að taka það upp eftir honum.

2008-04-19

Nú gæti verið

Filed under: Blogg,Fjölskyldan,Garðurinn — Jón Lárus @ 23:57

að Hildigunnur sé að blogga um það sama og ég. Við hentum útiörnunum út á pall áðan og kveiktum upp. Sátum úti á palli, öll nema Finnur, sem var búinn eftir langan hjólatúr. Held að ég hafi kveikt upp í örnunum upp úr kl. 9 og við vorum ekki komin inn fyrr en klukkan hálf tólf. Ekki slæmt.

Greinilega alveg hægt að setjast út á pall í apríl ef veðrið er stillt og báðir arnarnir notaðir. Fengum þá ekki fyrr en í fyrra þannig að við höfum ekki samanburðinn.

Vista

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 00:41

Nú er ég loksins búinn að átta mig á nafninu Windows Vista. Auðvitað er þetta úr íslensku, geyma. Þau hefðu átt að geyma…

Garg!

Filed under: Blogg — Jón Lárus @ 00:28

Eftir að WordPress breytti uppsetningunni hjá sér nýverið þá gleymi ég næstum alltaf að flokka færslurnar. Mjög sjaldan sem ég man eftir því fyrr en eftir að ég gef þær út. Ekki gott.

Tapsár gaur

Filed under: Þættir,Dægradvöl — Jón Lárus @ 00:25

eða verður það þegar hann tapar. Horfðum á Útsvar í kvöld og þessi Vilhjálmur í Garðabæjarliðinu er um það bil sá tapsárasti sem ég hef séð (eða verður það þegar liðið dettur út). Minnir mig á Jean Todt, fyrrum liðstjóra Ferrari liðsins í jöfnu1 keppninni. Skeifan á honum skrapaði alltaf gólfið þegar gekk illa.

2008-04-17

Prófessorinn

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 21:50

ég var laglega úti að aka í gærkvöldi. Henti skokk og hjólagallanum inn í vél, setti þvottaefni í hana, valdi þvottakerfið og gleymdi svo að ýta á play. Við uppgötvuðum þetta síðar um kvöldið þegar við ætluðum að fara að hengja upp fötin. Þau voru eitthvað svo undarlega þurr.

Sokkalega

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 12:28

Það detta oft gullkorn út úr Finni. Eitt slíkt í morgun þegar hann var að klæða sig. Heyrðist í honum: „Mamma ég þarf sokkalega hjálp“.

Málið var að hann fann ekki sokkana sína. Svo varð hann ekkert smá hróðugur þegar okkur Hildigunni fannst þetta báðum mjög fyndið.

2008-04-13

Inniskórnir frh.

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:28

Í fyrri færslunni um inniskóna þá sagði ég að þeir færu vel við náttfötin mín. Ég lofaði því víst að setja inn mynd til að sanna mál mitt. Kemur hér:

Náttfötin og inniskórnir

Krókusarnir

Filed under: Garðurinn,Veðrið — Jón Lárus @ 22:07

Fá að kenna á því þessa dagana.

Svona litu þeir út í gær. Sólin skein og þeir voru galopnir.

Krókusarnir

Síðan í morgun þegar við komum út var ástandið svona:

Krókus á kafi  snjó

Annar krókus  snjóskafli

2008-04-11

Og hvað ætli

Filed under: Undrun — Jón Lárus @ 21:29

Auður Haralds hafi verið að gera á hjóli í gær í póstnúmeri 105?!

Røben

Filed under: Brandarar,Dægradvöl — Jón Lárus @ 12:38

Við Hildigunnur vorum að hlusta á Orð skulu standa þáttinn í gærkvöldi. Eins og oft áður voru keppendur spurðir að merkingu orða úr pétrísk-íslenskri orðabók (samin af Pétri man ekki hvers son, sem er prestur í óháða söfnuðinum ef ég man rétt). Annað liðið fékk spurninguna: Hvað stendur Røben fyrir í PÍ orðabókinni? Svarið var síðan Raufarhöfn. Við Hildigunnur ætluðum ekki að verða eldri.

2008-04-8

Þvílík endemis della

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 22:05

sem borin er á borð í 24 stundum á bls. 32 í dag. „Engir sendibílar í Danmörku“! Hljómar fyrirsögnin á pistlinum. í honum kemur meðal annars fram að engir sendibílar séu í Danmörku m.a. vegna þess að allir Danir eigi kerru og þurfi þess vegna ekki á þessari þjónustu að halda. Ég stórefast um að ástandið hafi breyst mikið frá því að við bjuggum úti en þá var bara tiltölulega auðvelt að verða sér úti um sendiferðabíl.

2008-04-7

Og ég sem hélt að

Filed under: Hjólreiðar — Jón Lárus @ 22:47

spryngi helst ekki á fjallahjólum. Þegar ég kom út úr vinnunni í dag var sprungið á hjólinu. Í annað skipti á stuttum tíma. Gat samt hjólað heim með því að koma við á nokkrum bensínstöðvum og pumpa í dekkið. Var svo að enda við að gera við dekkið og pumpa aftur í. Ekki akkúrat það sem ég var búinn að hugsa mér að gera. Samt ennþá skelfilegri tilhugsun að vakna snemma í fyrramálið til að lappa upp á dekkið!

2008-04-5

Ammli

Filed under: Afmæli — Jón Lárus @ 23:10

Freyja á afmæli á morgun. Verður 12 ára. Ekki smá, sem tíminn flýgur. Innilega til hamingju með afmælið Freyja mín.

Namm

Filed under: Bjór — Jón Lárus @ 23:08

Var að drekka hollenskan trappistabjór, alveg þvílíkt góðan. La Trappe, quadrupel. Hnetubragð, perubrjóstsykursilmur (veit, þetta hljómar fáránlega). Verður pottþétt keyptur aftur.

Flott hjá

Filed under: Formúla 1 — Jón Lárus @ 20:24

Kubica að ná ráspól í Bahrein í morgun. Fyrsta skipti, sem hann nær þeim árangri og það er alveg verðskuldað. Líka gaman að sjá ný andlit í miðjunni á blaðamannafundinum eftir tímatökurnar. Voru víst 22 keppnir þar sem bara ökumenn Ferrari eða McLaren höfðu náð besta tíma í tímatökum. Þó ég sé McLaren maður og hafi verið síðan ég var 7 eða 8 ára þá er bara fínt að önnur lið blandi sér í baráttuna. Einstefna er alltaf leiðinleg. Svo er bara að fylgja þessu eftir og vinna á morgun.

2008-04-3

Vín eða ekki

Filed under: Hneykslun,Vín — Jón Lárus @ 23:58

Var að lesa á repubblica.it (sjá hér) að það er kominn upp allsvakalegur vínskandall á Ítalíu. Um er að ræða samsull, þar sem var kannski 1/3 vín og restin vatn, sykur, ákveðnar sýrur og einhver önnur efni (m.a. áburður) í minna mæli. Sýrurnar voru settar saman við til að umbreyta sykrinum þ.a. í blöndunni kæmu fyrir sykrur af sömu gerð og finnast í vínberjum. Smá aukaverkanir; sullið er eitrað og jafnvel krabbameinsvaldandi. Af þessum kokteil hafa verið búnir til og seldir að minnsta kosti 70 milljón lítrar.

Eftirfarandi síða »

Bloggaðu hjá WordPress.com.