Strč prst skrz krk

2008-04-3

Vín eða ekki

Filed under: Hneykslun,Vín — Jón Lárus @ 23:58

Var að lesa á repubblica.it (sjá hér) að það er kominn upp allsvakalegur vínskandall á Ítalíu. Um er að ræða samsull, þar sem var kannski 1/3 vín og restin vatn, sykur, ákveðnar sýrur og einhver önnur efni (m.a. áburður) í minna mæli. Sýrurnar voru settar saman við til að umbreyta sykrinum þ.a. í blöndunni kæmu fyrir sykrur af sömu gerð og finnast í vínberjum. Smá aukaverkanir; sullið er eitrað og jafnvel krabbameinsvaldandi. Af þessum kokteil hafa verið búnir til og seldir að minnsta kosti 70 milljón lítrar.

Nýju inniskórnir

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 21:13

Freyja kom heim í gær með inniskó, sem hún hafði gert í handavinnu. Ógeðslega flottir. Því miður fyrir Freyju þá eru þeir alltof stórir á hana þannig að hún bauð mér þá, sem ég þáði með þökkum.  Hildigunnur á nú örugglega eftir að nota þá eitthvað líka.

Nýju inniskórnir

Svo spillir ekki fyrir að þeir eru í stíl við náttfötin mín.

Vaxtarkippur

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 21:08

Ég held að bæði Finnur og Freyja séu að taka þvílíkan vaxtarkipp þessa dagana. Að minnsta kosti borða þau bæði eins og hestar og eru sísvöng. Finnur þurfti til dæmis þrefaldan morgunmat í morgun áður en hann var orðinn saddur, fékk samloku í nesti en borðaði, merkilegt nokk, ekki mikið í hádeginu. Tók svo hraustlega til matar síns í kvöldmatnum. Botnlaus.

Bloggaðu hjá WordPress.com.