Strč prst skrz krk

2008-04-3

Vín eða ekki

Filed under: Hneykslun,Vín — Jón Lárus @ 23:58

Var að lesa á repubblica.it (sjá hér) að það er kominn upp allsvakalegur vínskandall á Ítalíu. Um er að ræða samsull, þar sem var kannski 1/3 vín og restin vatn, sykur, ákveðnar sýrur og einhver önnur efni (m.a. áburður) í minna mæli. Sýrurnar voru settar saman við til að umbreyta sykrinum þ.a. í blöndunni kæmu fyrir sykrur af sömu gerð og finnast í vínberjum. Smá aukaverkanir; sullið er eitrað og jafnvel krabbameinsvaldandi. Af þessum kokteil hafa verið búnir til og seldir að minnsta kosti 70 milljón lítrar.

6 athugasemdir »

  1. […] Published 2008-04-4 ruglið eins gott að maður var ekki í ódýrustu vínunum úti á Ítalíu í […]

    Bakvísun af úffff « tölvuóða tónskáldið — 2008-04-4 @ 00:20 | Svara

  2. Æðislegt, maður er rétt farinn að þora aftur að borða Mozzarella di Bufala og þarf þá að fara að passa sig á vínunum í staðinn! Ég er ekki viss um að ég þori að fara lengur út í kjörbúðina á horninu. Á jákvæðu hliðinni hef ég núna fína afsökun til að kaupa bara flöskur yfir €10. Fyndið að vera að skammast sín fyrir að borga um helming af verðinu heima fyrir vínflösku…

    Athugasemd af Logi — 2008-04-4 @ 02:15 | Svara

  3. Djöfulsins ógeð.

    Athugasemd af Kristín í París — 2008-04-4 @ 06:02 | Svara

  4. Logi, einmitt, við gerðum þetta einu sinni úti í Danmörku, ætluðum að gera veeeerulega vel við okkur og splæstum í flösku sem var á svona 2/3 af verði ódýrrar flösku hér heima. Fórum svo að hlæja þegar við föttuðum það.

    Núna kaupum við eiginlega bara dýrari vín, maður tapar ekki eins miklu á þeim 😉

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-04-4 @ 08:26 | Svara

  5. Saltsýra, brennisteinssýra og maurasýra. Smjatt, smjatt.

    Athugasemd af Finnbogi — 2008-04-4 @ 09:27 | Svara

  6. Logi, þetta er ágætis ástæða til að kaupa aðeins dýrari vín. Held að þetta hafi verið á bilinu 0,7-2 evrur.
    Finnbogi, það var talað um acido cloridrico, sem er víst saltsýra og acido solforico, sem er líklega brennisteinssýra eða hvað? Þokkalegur viðbjóður.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-04-4 @ 20:05 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: