Strč prst skrz krk

2008-04-5

Ammli

Filed under: Afmæli — Jón Lárus @ 23:10

Freyja á afmæli á morgun. Verður 12 ára. Ekki smá, sem tíminn flýgur. Innilega til hamingju með afmælið Freyja mín.

Namm

Filed under: Bjór — Jón Lárus @ 23:08

Var að drekka hollenskan trappistabjór, alveg þvílíkt góðan. La Trappe, quadrupel. Hnetubragð, perubrjóstsykursilmur (veit, þetta hljómar fáránlega). Verður pottþétt keyptur aftur.

Flott hjá

Filed under: Formúla 1 — Jón Lárus @ 20:24

Kubica að ná ráspól í Bahrein í morgun. Fyrsta skipti, sem hann nær þeim árangri og það er alveg verðskuldað. Líka gaman að sjá ný andlit í miðjunni á blaðamannafundinum eftir tímatökurnar. Voru víst 22 keppnir þar sem bara ökumenn Ferrari eða McLaren höfðu náð besta tíma í tímatökum. Þó ég sé McLaren maður og hafi verið síðan ég var 7 eða 8 ára þá er bara fínt að önnur lið blandi sér í baráttuna. Einstefna er alltaf leiðinleg. Svo er bara að fylgja þessu eftir og vinna á morgun.

Bloggaðu hjá WordPress.com.