Strč prst skrz krk

2008-04-17

Prófessorinn

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 21:50

ég var laglega úti að aka í gærkvöldi. Henti skokk og hjólagallanum inn í vél, setti þvottaefni í hana, valdi þvottakerfið og gleymdi svo að ýta á play. Við uppgötvuðum þetta síðar um kvöldið þegar við ætluðum að fara að hengja upp fötin. Þau voru eitthvað svo undarlega þurr.

Sokkalega

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 12:28

Það detta oft gullkorn út úr Finni. Eitt slíkt í morgun þegar hann var að klæða sig. Heyrðist í honum: „Mamma ég þarf sokkalega hjálp“.

Málið var að hann fann ekki sokkana sína. Svo varð hann ekkert smá hróðugur þegar okkur Hildigunni fannst þetta báðum mjög fyndið.

Bloggaðu hjá WordPress.com.