Strč prst skrz krk

2008-04-17

Prófessorinn

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 21:50

ég var laglega úti að aka í gærkvöldi. Henti skokk og hjólagallanum inn í vél, setti þvottaefni í hana, valdi þvottakerfið og gleymdi svo að ýta á play. Við uppgötvuðum þetta síðar um kvöldið þegar við ætluðum að fara að hengja upp fötin. Þau voru eitthvað svo undarlega þurr.

Sokkalega

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 12:28

Það detta oft gullkorn út úr Finni. Eitt slíkt í morgun þegar hann var að klæða sig. Heyrðist í honum: „Mamma ég þarf sokkalega hjálp“.

Málið var að hann fann ekki sokkana sína. Svo varð hann ekkert smá hróðugur þegar okkur Hildigunni fannst þetta báðum mjög fyndið.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.