Strč prst skrz krk

2008-04-19

Nú gæti verið

Filed under: Blogg,Fjölskyldan,Garðurinn — Jón Lárus @ 23:57

að Hildigunnur sé að blogga um það sama og ég. Við hentum útiörnunum út á pall áðan og kveiktum upp. Sátum úti á palli, öll nema Finnur, sem var búinn eftir langan hjólatúr. Held að ég hafi kveikt upp í örnunum upp úr kl. 9 og við vorum ekki komin inn fyrr en klukkan hálf tólf. Ekki slæmt.

Greinilega alveg hægt að setjast út á pall í apríl ef veðrið er stillt og báðir arnarnir notaðir. Fengum þá ekki fyrr en í fyrra þannig að við höfum ekki samanburðinn.

Vista

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 00:41

Nú er ég loksins búinn að átta mig á nafninu Windows Vista. Auðvitað er þetta úr íslensku, geyma. Þau hefðu átt að geyma…

Garg!

Filed under: Blogg — Jón Lárus @ 00:28

Eftir að WordPress breytti uppsetningunni hjá sér nýverið þá gleymi ég næstum alltaf að flokka færslurnar. Mjög sjaldan sem ég man eftir því fyrr en eftir að ég gef þær út. Ekki gott.

Tapsár gaur

Filed under: Þættir,Dægradvöl — Jón Lárus @ 00:25

eða verður það þegar hann tapar. Horfðum á Útsvar í kvöld og þessi Vilhjálmur í Garðabæjarliðinu er um það bil sá tapsárasti sem ég hef séð (eða verður það þegar liðið dettur út). Minnir mig á Jean Todt, fyrrum liðstjóra Ferrari liðsins í jöfnu1 keppninni. Skeifan á honum skrapaði alltaf gólfið þegar gekk illa.

Bloggaðu hjá WordPress.com.