Strč prst skrz krk

2008-04-21

Rtna

Filed under: Hneykslun,Ruglið — Jón Lárus @ 23:01

Grrr. Mikið skelfilega fer það í taugarnar á mér fólkið sem hlammar bílunum sínum á miðja gangbraut meðan það bíður á rauðu ljósi. Veldur því að maður verður að taka á sig krók og oft yfir kantsteina í stað þess að renna ljúflega yfir gatnamótin á hjólinu. Lenti á einum slíkum á leiðinni heim úr vinnunni áðan. Síðan ekkert margir dagar liðnir síðan ég lenti í því sama.

Var það ekki annars Elías í einhverri bókinni eftir Auði Haralds. sem reif upp hurðina á einum slíkum bíl og spurði hvort maður ætti að fara í gegn hérna? Maður ætti kannski að fara að taka það upp eftir honum.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.