Strč prst skrz krk

2008-05-7

Núna

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 22:32

rétt í þessu voru að losna tvö bílastæði hérna fyrir utan. Einhver á Ford F350 pallbíl, sem kann greinilega ekki að leggja í stæði (reyndar eru þessir bílar svo mikil ferlíki að þeir þurfa næstum því tvö stæði). Ekki er nú á bætandi eins og stæðamálin eru þessa dagana og ekki vinsælt að fólk taki upp fleiri stæði en nauðsynlegt er með því að leggja illa. Skólavörðustígurinn hálfur uppgrafinn og allir bílarnir, sem lagt er þar venjulega dreifast um nærliggjandi götur.

Síðasta

Filed under: Fjölskyldan,Skóli — Jón Lárus @ 22:13

samræmda prófið hjá Fífu á morgun. Að þessu sinni stærðfræðiprófið. Eftir prófin fara 10. bekkingarnir í ferð í Þórsmörk. Spennandi fyrir þau. Verður líka gott fyrir okkur að endurheimta stofuna og borðstofuna okkar úr gíslingu prófanefndar.

Texas hold ’em

Filed under: Dægradvöl — Jón Lárus @ 21:30

Bjössi bróðir sagðist ætla að kynna okkur fyrir nýjum leik fyrir nokkru. Við vorum alveg til í það. Alveg til í smá tilbreytingu frá Tribbanum og Skraflinu, sem við spilum oftast. Síðan mætti hann með pakka fullan af spilapeningum og kenndi okkur Texas hold ’em póker. Við höfðum aldrei spilað þessa útgáfu af póker áður. Var bara mjög skemmtilegt. Get samt ímyndað mér að þetta sé stórhættulegt. Nógu var það spennandi með spilapeninga, veit ekki hvernig það væri með alvöru peninga.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.