Strč prst skrz krk

2008-05-11

Tyrkneski

Filed under: Formúla 1 — Jón Lárus @ 23:38

kappaksturinn í morgun var mjög skemmtilegur. Og það þrátt fyrir að mínir menn ynnu ekki og Kovalainen lenti í tómu basli. Þarna var alvöru kappakstur, með fullt af framúrökstrum og ökumenn á misjöfnum keppnisáætlunum sem gerði það að verkum að úrslitin voru ekki ráðin fyrr en alveg í lokin. Loksins sýndi svo Hamilton almennilegan akstur. Hann hefur ekki alveg náð að sýna sitt besta á þessu tímabili nema kannski í fyrsta kappakstrinum í Ástralíu. Kovalainen á svo inni að það fari að ganga vel hjá honum. Tveir kappakstrar í röð, sem hafa farið í súginn án þess að hann hafi átt sök á því.

Himinn og haf frá síðasta kappakstri í Barcelona. Ég bíð svo spenntur eftir Mónakókappakstrinum. Verður fróðlegt að sjá ökumenn takast á við þau öngstræti án gripstýringar. Gætu orðið talsverð afföll í þeim kappakstri.

Burma

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 16:37

er mikið í fréttum þessa dagana. Held samt að það hafi heitið Myanmar í u.þ.b. 20 ár. Mesta furða að það sé ekki kallað Síam.

Núna frh.

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 00:33

Hérna kemur myndin

Blastæðafantur

sem ég lofaði í síðustu færslu. Sést samt ekki eins vel á þessari mynd og úr stofunni hjá okkur hvernig hann tók upp alveg tvö stæði.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.