Strč prst skrz krk

2008-05-29

Smá

Filed under: blóm,Garðurinn — Jón Lárus @ 22:29

myndasería úr garðinum.

Byrja á uppáhaldsblóminu mínu, skógarsóleynni.

Skógarsóleyin

Man svo ekkert hvað næstu tvö heita. Þeir lesendur, sem eru með þetta á tæru, mega gjarnan láta ljós sitt skína.

Þetta er einhvers konar lilja, man bara ekkert hvað hún heitir

Annar nafnleysingi.

Hvítasunnuliljurnar eru svo búnar að vera mjög flottar í vor. Oft, sem að hefur komið rok og lamið þær niður en ekki núna.

Hvtasunnuliljurnar.

Verst að myndirnar af túlípönunum mistókust. Verð bara að henda slíkri mynd inn þegar Hildigunnur kemur til baka úr kórkeppninni.

Var bara að spá

Filed under: Nördismi — Jón Lárus @ 00:41

þegar lerkitré „laufgast“ hvað er það þá kallað? Lerkitréð er að barra sig? Lerkitré er náttúrlega barrtré og getur því ekki laufgast (ef maður fer út í smáatriðin og ég fer stundum út í smáatriðin (tryggingafélög hafa haft samband við mig til að semja smáaletursklausur…)). Eða lætur maður bara svona tæknileg smáatriði ekki á sig fá og segir bara lerkitréð er að laufgast?

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.