myndasería úr garðinum.
Byrja á uppáhaldsblóminu mínu, skógarsóleynni.
Man svo ekkert hvað næstu tvö heita. Þeir lesendur, sem eru með þetta á tæru, mega gjarnan láta ljós sitt skína.
Hvítasunnuliljurnar eru svo búnar að vera mjög flottar í vor. Oft, sem að hefur komið rok og lamið þær niður en ekki núna.
Verst að myndirnar af túlípönunum mistókust. Verð bara að henda slíkri mynd inn þegar Hildigunnur kemur til baka úr kórkeppninni.
held að þetta bláa heiti perlulilja.
Athugasemd af baun — 2008-05-30 @ 09:11 |
Nice!
Athugasemd af Imba — 2008-05-30 @ 16:27 |
🙂 þetta minnir ótrúlega á garðinn minn í Danmörku. Reyndar hefði hann verið svona einum eða einum og hálfum mánuði fyrr á ferðinni með þesi blóm. Það er gaman að því.
Athugasemd af Fríða — 2008-05-30 @ 20:56 |
Baun, Þetta hljómar mjög trúlega.
Imba, já þetta er nice og Fríða ég væri alveg til í að hafa þessi blóm mánuði fyrr blómstrandi. Garðurinn hjá okkur er samt frekar seinn til. Ég sé til dæmis útlagann blómstra víða annars staðar svona viku til tíu dögum fyrr heldur en hann gerir hjá okkur.
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-06-1 @ 23:16 |